Tídægra
Anní Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason
Á meðan faraldurinn ríður yfir og götur eru tómar, fanga Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir tómið og fá kyrrsetta, íslenska listamenn og höfunda til að segja sér sögur á tíu dögum. Tídægra er útkoman. Listræn heimildarmynd og skrásetning á því sem fæðist úr tóminu, í ástandi sem enn sér ekki fyrir endann á. Hvað er í loftinu? Hvað kemur næst? Eins og í hinni aldagömlu Tídægru Boccaccios, er hér mörgum frásagnarleiðum blandað saman og tekist á við samfélagið, listir og mannlegar tilfinningar á óvæntan og ljóðrænan hátt.
Titill: Tídægra
Enskur titill: Apausalypse
Leikstjóri: Anní Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason
Handritshöfundur: Andri Snær Magnason, Anní Ólafsdóttir
Framleiðendur: Halldóra Þorláksdóttir, Andri Snær Magnason, Hlín Jóhannesdóttir
Kvikmyndataka: Andri Haraldsson, Arnar Þór Þórsson, Anní Ólafsdóttir
Klipping: Eva Lind Höskuldsdóttir, Sighvatur Ómar Kristinsson
Tónlist: Ásta Fanney Sigurðardóttir, Ryuichi Sakamoto
Búningahöfundur: Ellen Loftsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Elsku Rut
Meðframleiðslufyrirtæki: Ground Control Productions, Lokaútgáfan
Áætluð lengd: 52 mín.
Upptökutækni: HD Arri Alexa
Sýningarform: DCP
Áætlaðar tökur: 20. janúar 2021
Væntanleg frumsýning: 20. mars 2021
Tengiliður: Halldóra Þorláksdóttir - halldoraj@gmail.com
KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2021 kr. 7.000.000
KMÍ styrkur fyrir verkefnið nemur 28,2% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.