Verk í vinnslu
Eldri verk

Undir trénu

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn.

Titill: Undir trénu
Enskur titill: Under the tree
Tegund: Drama

Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Handrit: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Huldar Breiðfjörð
Framleiðendur: Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson, Thor Sigurjónsson
Meðframleiðendur: Klaudia Smieja, Beata Rzezniczek, Jacob Jarek, Ditte Milsted
Kvikmyndataka: Monika Lenczewska
Klipping: Kristján Loðmfjörð
Tónlist: Daníel Bjarnason
Aðalhlutverk: Steindi Jr., Sigurður Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Selma Björnsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Netop Films
Meðframleiðslufyrirtæki: Madants, Profile Pictures, One Two Films

Sala og dreifing erlendis: New Europe Film Sales (jan@neweuropefilmsales.com) 

Ísland/Pólland/Danmörk/Þýskaland, 2017, 90 min., DCP

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritsstykur II 201 kr. 600.000
Handritsstykur III 2015 kr. 800.000
Framleiðslustyrkur árið 2016 kr. 90.000.000
Endurgreiðslur 2018 kr. 18.599.553

Styrkur KMÍ og endugreiðslur fyrir verkefnið nema 34% af framleiðslukostnaði kvikmyndarinnar.

Verkefnið fékk vilyrði fyrir framleiðslustyrk 2016 sem var gilt til 01.07.16