Um KMÍ
  • 26. október - 28. nóvember

ACE Animation Special óskar eftir umsóknum

28. nóvember

ACE Producers óskar eftir umsóknum fyrir ACE Animation Special, vinnustofu sem fer fram dagana 21.-26. mars 2023 í Dingle á Írlandi. Vinnustofan er hugsuð fyrir reynda framleiðendur sem vilja auka við þekkingu sína í að þróa og framleiða teiknimyndir í fullri lengd fyrir alþjóðlegan markað.

Umsóknarfrestur er til 28. nóvember og allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og skráningu má finna hér.

ACE Producers eru samtök sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda frá Evrópu og fleiri löndum.