Um KMÍ
  • 15. nóvember - 10. desember

ACE Mentoring Programme

Umsóknarfrestur: 10. desember 2024

ACE Producers óskar eftir umsóknum fyrir ACE Mentoring Programme. Um er að ræða fjóra fundi á tímabilinu frá febrúar til desember 2025 sem miða að því að styðja við upprennandi framleiðendur. Þátttakendur fá tækifæri til að styrkja tengslanet sitt og læra af reyndum aðilum.

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2024 og allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og skráningu má finna hér .

ACE Producers eru samtök sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda frá Evrópu og fleiri löndum.