Um KMÍ
  • 28. apríl - 3. júní

ACE Producers: Series Special

Umsóknarfrestur: 3. júní 2025

ACE Series Special er vinnustofa fyrir reynda framleiðendur sem vilja samþætta sjónvarpsframleiðsludeildir við fyrirtækin sín eða auka eigin þekkingu á þróun og framleiðslu leikins sjónvarpsefnis fyrir alþjóðlegan markað.

16-18 framleiðendur eru valdir til þátttöku á vinnustofunni, sem eru með leikna þáttaröð á þróunarstigi. Lögð er áhersla á þá þætti framleiðslunnar sem snúa að sköpun og fjármögnun, en auk þess verður boðið upp á málstofur sem snúa að samstarfi við sjónvarpsstöðvar og streymisveitur, markaðssetningu, áhorfendagreiningu og gerð viðskiptaáætlana.

Umsóknarfrestur er til 3. júní 2025.

Vinnustofan fer fram 3. - 8. nóvember 2023 í Róm á Ítalíu.

Allar frekari uplýsingar má finna á vef ACE Producers.