Um KMÍ
  • 1. júní - 1. júlí

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastian óskar eftir umsóknum í WIP Europa

1. júní - 1. júlí

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastian óskar eftir umsóknum í WIP Europa sem er vettvangur fyrir evrópskar kvikmyndir í eftirvinnslu. Alls verða sex verkefni valin og kynnt fyrir fagaðilum í kvikmyndageiranum. Jafnframt munu valin verkefni keppa til verðlaunanna WIP Europa Industry Award og WIP Europa Award.

Opið verður fyrir umsóknir frá 1. júní - 1. júlí og allar nánari upplýsingar má finna hér.  

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastian á Spáni er ein af lykilhátíðum Evrópu. Hún var stofnuð 1953 og fer yfirleitt fram í septembermánuði. Hátíðin sýnir jafnan þverskurð af nýjum alþjóðlegum kvikmyndum, með sérstaka áherslu á fyrstu og aðrar myndir leikstjóra. Myndir í aðalkeppni keppa um Gullnu skelina, en einnig eru veitt mörg önnur verðlaun í ýmsum flokkum.