
Audience Design Lab Programme
Umsóknarfrestur: 17. mars
The International Screen Institute óskar eftir umsóknum fyrir vinnustofuna Audience Design Lab sem fer fram í Vínarborg í Austurríki 10.-13. júní.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 17. mars.
Á vinnustofunni fær kvikmyndagerðarfólk kennslu og leiðbeiningu í markhópaþróun, gerð markaðsáætlana og áætlanagerð vegna þátttöku á kvikmyndahátíðum.
Frekari upplýsingar um vinnustofuna má finna á vef International Screen Institute .