Um KMÍ
  • 3. október - 7. október

Bransadagar á RIFF

3.-7. október

Bransadagar RIFF fara fram 3.-7. október. Glæsileg dagskrá fyrir fagfólk, nemendur í kvikmyndagerð og aðra áhugasama.

Helsta markmið Bransadaga er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskri kvikmyndagerð, byggja brú á milli landa og deila hugmyndum og hugverki.

Á dagskrá eru fræðandi pallborðsumræður um t.d. samframleiðslu og dreifingu á kvikmyndahátíðir og meistaraspjall við heiðursgesti eins og Isabelle Huppert, Luc Jacquet og Luca Guadagnino.

Upplýsingar um dagskrá og verð má finna á vef RIFF .