
Cinekid Directors LAB 2024
Umsóknarfrestur: 7. janúar
Á Cinekid Directors LAB býðst leikstjórum kvikmyndaverka fyrir börn og ungmenni tækifæri til að leggja lokahönd á verkefni, sem eru á lokastigum þróunar, undir handleiðslu þaulreyndra þjálfara á sviði leikstjórnar.
Þjálfunarprógrammið fer fram í apríl í Amsterdam í Hollandi. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2024.
Á vef Cinekid má finna frekari upplýsingar um fyrirkomulag, umsóknarferli og þátttökuskilyrði.
Hægt er að senda fyrirspurnir á professionals@cinekid.nl.