
Cinekid Script Lab
Umsóknarfrestur: 25. maí
Opið er fyrir umsóknir í handritavinnustofu Cinekid-kvikmyndahátíðarinnar.
Vinnustofan stendur yfir í 6 mánuði. Hún hefst í október á meðan á hátíðinni stendur í Amsterdam í Hollandi 2025. Henni lýkur á Berlinale-hátíðinni í Þýskalandi í febrúar 2026.
Á vinnustofunni lærir þú að:
- skrifa fyrir unga áhorfendur.
- þróa eigin handrit.
- tengjast öðrum höfundum sem vinna að handritum fyrir unga áhorfendur og deila þekkingu og reynslu með þeim.
- víkka alþjóðlegt tengslanet.
Í gegnum samstarf Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Cinekid-hátíðarinnar býðst einu íslensku verkefni þátttaka án endurgjalds. Hægt er að sækja um endurgreiðslu ferðagjalds hjá Kvikmyndamiðstöð vegna annarra verkefna sem valin eru til þátttöku.
Allar frekari upplýsingar um vinnustofuna má nálgast á vef Cinekid .