Cinekid Script Lab
Framlengdur umsóknarfrestur: 4. júní
Opið er fyrir umsóknir fyrir verkefni í þróun fyrir Script LAB handritavinnustofuna á Cinekid-kvikmyndahátíðinni 2023. Um er að ræða 6 mánaða vinnustofu sem fer fram á meðan hátíðinni stendur í október og einnig í Berlín þegar Berlinale-kvikmyndahátíðin fer fram í febrúar.
Aðstoð og ráðgjöf fagfólks sem heldur utan um vinnustofuna stendur þátttakendum til boða meðan á vinnustofunni stendur.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 4. júní.
Allar frekari upplýsingar um vinnustofuna má nálgast á vef Cinekid .