Um KMÍ
  • 1. júlí - 19. ágúst

EAVE Producers Workshop

Umsóknarfrestur: 19. ágúst

EAVE (European Audiovisual Entrepeneurs) stendur fyrir vinnustofu fyrir framleiðendur leikinna mynda, heimildamynda og sjónvarpsefnis sem vilja auka við þekkingu sína og byggja upp tengslanet í Evrópu.

Vinnustofan fer fram í þremur hlutum, 7.-14. mars 2025 í Lúxemborg, júní 2025 (staðsetning óákveðin) og október 2025 í Thessaloniki í Grikklandi.

Umsóknarfrestur er til 19. ágúst.

Sótt er um á vef EAVE þar sem einnig má finna frekari upplýsingar um fyrirkomulag vinnustofunnar og umsóknarskilyrði.