Um KMÍ
  • 5. september

EPI óskar eftir umsóknum í Audiovisual Women

5. september

Eric Pommer Institut (EPI) hefur opnað fyrir umsóknir í viðburðinn Audiovisual Women sem er ætlaður konum í stjórnendastöðum. Viðburðurinn verður haldinn í fyrsta skipti frá október 2022 til mars 2023. 

Þátttakendur fá m.a. tækifæri til að þróa leiðtogahæfileika sína, samskipti og að takast á við ágreiningsmál. Þá er einnig lagt áherslu á að þátttakendur öðlast frekari skilning á stafrænum straumum og þau tækifæri sem þar liggja.  

EPI hefur boðað til sérstaks kynningarfundar þann 7. júní 2022. Umsóknarfrestur er 5. september og allar nánari upplýsingar má finna hér.