Um KMÍ
  • 1. maí - 1. október

Erich Pommer Institut (EPI) býður upp á fjölda vefnámskeiða fyrir kvikmyndagerðarmenn

Erich Pommer Institut, sem stendur fyrir fjölda vefnámskeiða bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, hefur gefið út sérstakan vefbækling fyrir námskeið sín á árinu 2021. Þar má meðal annars nefna námskeiðin European Co-Production, Clearing Rights for Film and TV, The Art of Negotiation, Storytelling for TV Drama, o.fl.

Á European Co-Production námskeiðinu er farið yfir fjármögnunarleiðir, skattaívilnanir og lagalegar hliðar þess að gera evrópska samframleiðslu að veruleika.

Clearing Rights for film and TV námskeiðið fer ítarlega yfir réttindamál í kvikmyndagerð. Þátttakendur læra að koma auga á þau nauðsynlegu réttindi sem þarf að tryggja í kvikmyndagerð og tryggja þau með skjótum og árangursríkum hætti. Fjöldi þekktra verkefna verða skoðuð sem dæmisögur og farið í saumana á réttindamálum þeirra.

The Art of Negotiation miðar að því að hjálpa framleiðendum við samningsviðræður, að ráða úr ágreiningum ásamt því að farið verður yfir mismunandi gerðir af samningatækni. 

Allar nánari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig ásamt fleirum má finna hér