
Future of Film Incubator óskar eftir umsóknum
Umsóknarfrestur: 31. maí
Future of Film Incubator er námskeið þar sem kvikmyndagerðarfólk fær leiðsögn í því að koma verkefnum á markað. Námskeiðið fer fram á netinu yfir 8 mánaða skeið og fá þátttakendur tækifæri til að læra af reyndu fagfólki í geiranum, kynnast tækninýjungum og fá aðgang að nýjum markhóparannsóknum.
Námskeiðið hefst í júní og lýkur í janúar 2024.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2023.
Allar upplýsingar um umsóknarferlið má nálgast á vef Future of Film Incubator.