
Gervigreind í kvikmyndagerð: Meistaraspjall á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Helsinki
Umsóknarfrestur: 12. ágúst
Umsóknir eru opnar fyrir þátttöku í meistaraspjalli um gervigreind í kvikmyndagerð, sem fer fram í Söderlångvik í Finnlandi 20.-22. september í tengslum við alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Helsinki í Finnlandi.
Umberto Onza stýrir meistaraspjallinu, en hann er reyndur hönnunarstjóri, með sérþekkingu á vöruhönnnun, skapandi gervigreind og framsækinni mörkun.
Sótt er um á vef hátíðarinnar og geta 12 kvikmyndagerðarmenn frá Norðurlöndum tekið þátt. Þátttaka er ókeypis.
Umsóknarfrestur er til 12. ágúst.