Um KMÍ
  • 25. mars

Green Film Lab auglýsir námskeið um sjálfbærni í kvikmyndagerð

14. – 16. október

Green Film Lab auglýsir námskeið um sjálfbærni í kvikmyndagerð. Um er að ræða þrjár þriggja daga vinnustofur sem fara fram í mismunandi evrópskum borgum yfir árið. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í þriðju vinnustofuna, sem verður haldin í Sitges á Spáni 14.-16. október (opið fyrir umsóknir 15. júní - 1. september).

Vinnustofan er fyrir evrópska kvikmyndagerðarmenn og miðar að grænum aðferðum í kvikmyndaframleiðslu. Fjallað verður um hvernig eigi að beita umhverfisvænum starfsháttum og sækja um vottun þess efnis. Með hagnýtri nálgun verður farið yfir atriði líkt og orkusparnað, gistingu, veitingar, endurvinnslu, samskipti o.fl.

Vinnustofurnar eru haldnar dagana 29. apríl – 1. maí í Trento á Ítalíu (lokað fyrir umsóknir), 28. – 31. júlí í Palma de Mallorca á Spáni (lokað fyrir umsóknir) og dagana 14. – 16. október í Sitges á Spáni (opið fyrir umsóknir 15.júní – 1. september).

Allar nánari upplýsingar um Green Film Lab vinnustofuna og umsóknarferlið má finna hér