Um KMÍ
  • 17. júlí - 21. júlí

IceDocs 2024

17.-21. júlí

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin IceDocs – Iceland Documentary Film Festival er haldin í sjötta sinn dagana 17. - 21. júlí. Hátíðin er haldin á Akranesi og býður upp á fjölda heimsklassa heimildamynda, metnaðarfulla bransadagskrá og vandaða barna og unglingadagskrá.

IceDocs verður haldin í Bíóhöllinni, einu elsta starfandi bíói á landinu. Auk þess fer fram fjöldi viðburða vítt og breitt um bæinn á meðan hátíðinni stendur.

Leikstjórar verða viðstaddir hátíðina og verða með spurt og svarað að loknum sýningum. Öll dagskráin og miðasala er á www.icedocs.is.