Um KMÍ
  • 4. júní - 30. júlí

Industry Village – Les Arcs Film Festival

Umsóknarfrestur 30. júlí

Les Arcs kvikmyndahátíðin fer fram á Bour-Saint Maurice skíðastaðnum í Frakklandi. Industry Village fer fram samhliða hátíðinni dagana 14. - 17. desember 2024.

Óskað er eftir umsóknum fyrir verk í vinnslu þar sem 18 evrópskar kvikmyndir í eftirvinnslu verða kynntar framleiðendum, söluaðilum, dreifingaraðilum og öðrum fjármögnunaraðilum. Verkefni sem taka þátt keppa um samframleiðsluverðlaun Eurimages, sem nema  20.000  evrum. Einnig verða Artekino-verðlaunin veitt, sem nema 6.000 evrum.

Umsóknarfrestur er til 30. júlí.

Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á vef Les Arcs.