Um KMÍ
  • 14. desember - 1. febrúar

INTRO:DOX – nýtt framtak ætlað upprennandi kvikmyndagerðarfólki

1. febrúar

INTRO:DOX er nýtt framtak dönsku heimildamyndahátíðarinnar CPH:DOX, ætlað upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem vinnur að gerð fyrstu eða annarrar heimildamyndar.

Markmiðið er að kvikmyndagerðarfólk sem er að stíga sín fyrstu skref í geiranum fái tækifæri til að kynnast því hvernig hlutir ganga fyrir sig á vettvangi fagfólks á kvikmyndahátíðinni COH:DOX, um leið læri þeir að nýta krafta sína til að koma undir sig fótunum í heimildamyndaiðnaðinum.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2023.

Frekari upplýsingar um umsóknarskilyrði og fyrirkomulag, má nálgast á vef CPH:DOX .