Kvikmyndahátíðin í Gautaborg 2025 óskar eftir verkum í þróun
Umsóknarfrestur: 30. september
Opið er fyrir umsóknir um þátttöku á samfjármögnunarvettvangi Kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg 2025. Þar gefst kvikmyndagerðarfólki sem starfar á Norðurlöndum tækifæri til að kynna kvikmyndaverk á þróunarstigi með það fyrir augum að opna dyr að frekari fjármögnun.
Umsóknarfrestur er til 30. september.
Frekari upplýsingar má finna á vef Kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg.