Um KMÍ
  • 3. nóvember

Kvikmyndaklúbbur Evrópu - Young Audience Film Day 2024

3. nóvember

Young Audience Film Day verður haldinn hátíðlegur á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík þann 3. nóvember í Bíó Paradís í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þegar kvikmyndin Scrapper verður sýnd samtímis um alla Evrópu, en myndin vann til verðlauna á Young Audience Award 2023.

Myndin segir frá Georgie, draumkenndri 12 ára stúlka, sem býr ein og hamingjusöm í íbúð sinni í London og fyllir hana töfrum. Skyndilega snýr fjarlægur faðir hennar og neyðir hana til að horfast í augu við raunveruleikann.

Sýnd með íslenskum texta og hentar börnum frá 6 ára aldri.

Frítt inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að bóka miða hér

Dagskrá:
13:00 Kynning á Kvikmyndaklúbb Evrópu
13:10 Sýning á myndinni Scrapper samtímis í bíóhúsum um alla Evrópu
14:35 Spjall um myndina með ungmennaráði UngRIFF
15:05 Spurt og svarað með leikstjóra og leikurum myndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað.

Kvikmyndaklúbbur Evrópu er vettvangur, sem breiðir úr sér í Evrópu og á netinu, þar sem ungmenni geta komið saman, horft á evrópskar kvikmyndir, rætt og jafnvel deilt eigin kvikmyndaverkum með öðrum.

Nánar: https://europeanfilmclub.com

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í ellefta sinn dagana 26. október - 3. nóvember 2024. Þema hátíðarinnar í ár eru teiknimyndir. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Nánar: https://bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2024/