Um KMÍ
  • 4. júní - 14. júní

Let's Pitch Some Shorts – vinnustofa í Króatíu

Umsóknarfrestur: 14. júní

‍Creative Europe MEDIA í Króatíu, Georgíu, Grikklandi og Serbíu, í samstarfi við kvikmyndamiðstöð Svartfjallalands, samtökum framleiðanda í Möltu og menntamálaráðuneyti Kýpur, standa fyrir vinnustofu og þjálfun í kynningu (e. pitch) sem fram fer 1.-4. júlí í Zagreb í Króatíu.

Vinnustofan er ætluð fagfólki í kvikmyndagerð, einkum leikstjórum og handritshöfundum. Hún er opin íslenskum stuttmyndaverkefnum og dvalarkostnaður er innifalinn. Þátttakendur verða sjálfir að standa undir ferðakostnaði.

Peningaverðlaun eru veitt fyrir bestu kynninguna 

Umsóknarfrestur er til 14. júní.

Frekari upplýsingar um umsóknarskilyrði og nauðsynleg gögn má finna á vef Creative Europe MEDIA í Króatíu.