Um KMÍ
  • 21. mars - 3. maí

Nordic Script 2023-2024

Umsóknarfrestur: 3. maí

Nordisk Film & TV Fund óskar eftir umsóknum í vinnustofuna Nordic Script. Þetta er í annað sinn sem vinnustofan er haldin og fer hún fram í þrem mismunandi borgum á Norðurlöndunum. 

12 þátttakendur verða valdir inn, þar af 9 handritshöfundar og 3 klipparar, framleiðendur eða fulltrúar, sem fá þjálfun í handritsgerð frá mismunandi leiðbeinendum, auk tækifæris til að styrkja tengslanet sitt. 

Fyrsti hluti vinnustofunnar fer fram í Osló, Noregi um miðjan september 2023. Annar hluti fer fram í Gautaborg, Svíþjóð í byrjun febrúar 2024, og sá þriðji í Helsinki, Finnlandi um miðjan júní 2024.

Allar nánari upplýsingar má finna hér.