
Nordisk Panorama 2025: NP Forum og Work in Progress
Umsóknarfrestur: 19. maí
Nordisk Panorama Forum for Co-financing of Documentaries er vettvangur fyrir heimildamyndagerðarfólk sem vill komast í samband við fjölda norrænna og alþjóðlegra aðila frá sjónvarpsstöðvum, kvikmyndastofnunum og ýmsum sjóðum með það fyrir augum að verða heimildamyndum sínum úti um fjármagn. Allt að 24 verkefni verða valin til þátttöku.
Einnig óskar Nordisk Panorama eftir verkefnum í Work in Progress hluta hátíðarinnar. Leitast er eftir heimildaverkefnum á lokastigi sem eru að leita að dreifingaraðilum, söluaðilum eða kaupendum.
Nordisk Panorama hátíðin fer fram dagana 18. - 23. september 2025 í Malmö í Svíþjóð og umsóknarfrestur er 19. maí.
Allar nánari upplýsingar um viðburðina og hvernig skuli sækja um má finna hér.