Um KMÍ
  • 17. október - 7. nóvember

Nordisk Panorama: Doc Forward og Nordic Rough Cuts

Umsóknarfrestur: 7. nóvember

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hefur opnað fyrir umsóknir í Doc Forward , vinnusmiðju fyrir framleiðendur og leikstjóra heimildaverkefna með alþjóðlegan markað í huga.

Einnig er óskað eftir umsóknum fyrir Nordic Rough Cuts , þar sem kvikmyndagerðarfólki býðst tækifæri til að kynna grófklipp heimildamynda fyrir hópi sérfræðinga, með það fyrir augum að fá ráðgjöf og þróa verkefnið áfram.

Vinnusmiðjan er tvískipt, fyrri hlutinn fer fram í febrúar í Helsinki og annar í Osló í maí.

Umsóknarfrestur er til 7. nóvember.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Doc Forward.