Um KMÍ
  • 1. júní - 20. júní

Norrænn samframleiðslumarkaður á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi

Umsóknarfrestur: 6. og 20. júní

Norrænn samframleiðslumarkaður fer fram 23. ágúst á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi. Þar gefst kvikmyndagerðarfólki tækifæri til að kynna verkefni sín (kvikmyndir í fullri lengd), en um það bil 20 eru valin inn á markaðinn. Umsóknarfrestur er til 6. júní.

Einnig er hægt að sækja um kynningu á verkum í vinnslu, sem fer fram 24. ágúst. Valin verkefni verða kynnt fyrir dreifingaraðilum, sölufulltrúum sem og öðrum hátíðum. Umsóknarfrestur er til 20. júní.

Frekari upplýsingar um markaðinn sem og umsóknarferlið má finna hér.