Um KMÍ
  • 1. október

Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin óska eftir umsóknum

1. október

Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin, sem fara fram í Berlín dagana 12. og 13. febrúar, óska eftir umsóknum. Um er að ræða leiknar kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsþáttaraðir sem eru gefnar út á tímabilinu 21. júlí 2020 til 21. júlí 2021. 

Hörpu verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænum hæfileikum, færni og þekkingu og að kynna norrænt hæfileikafólk á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar fyrir alþjóðlega kvikmyndageiranum. Með þessu er stefnt að því að auka möguleika á samstarfsmöguleikum milli Norðurlandanna og hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaði.

Nánari upplýsingar um Hörpu verðlaunin er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.