Um KMÍ
  • 14. september - 1. október

Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin óska eftir umsóknum

1. október

Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin, eða Hörpu-verðlaunin, sem veitt verða á Nordic Film Music Days í Berlín 11.-12. febrúar 2023, óska eftir umsóknum. 

Tónverk leikinna kvikmynda, heimildamynda og sjónvarpsþáttaraða sem gefnar eru út milli 21. júlí 2021 og 21. júlí 2022 eru gjaldgeng til til verðlaunanna. Öll frekari skilyrði og upplýsingar um umsóknarferlið má nálgast á vef Nordic Film Music Days .

Umsóknarfrestur er til 1. október.

Hörpu-verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænu hæfileikafólki á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar. Með þessu er stefnt að því að auka möguleika á samstarfi milli Norðurlandanna og á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði.