Um KMÍ
  • 20. október

Óskað er eftir umsóknum stuttmyndaverkefna á Euro Connection

20. október

Euro Connection fer fram í 13. skipti dagana 1. og 2. febrúar árið 2022. Euro Connection er viðburður sem haldinn er árlega samhliða Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðinni í Frakklandi, en um er að ræða samframleiðsluvettvang sem gefur þátttakendum tækifæri til að kynna verkefni sín og mynda tengsl við aðra framleiðendur og fagaðila í Evrópu.

Auglýst er eftir stuttmyndaverkefnum í leit að alþjóðlegu samstarfi. Kröfur eru gerðar um að stuttmyndin sé ekki lengri en 30 mínútur, umsækjandi verður að hafa hlotið styrk fyrir verkefninu að hluta til og tökur eða framleiðsla má ekki hefjast fyrir júní 2022.

Umsóknarfrestur er til 20. október og hér má nálgast umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum um viðburðinn. (Sjá hér í Word skjali).

Umsóknir skulu vera á ensku og skal skilað til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á netfangið umsoknir@kvikmyndamidstod.is. Fullgildum umsóknum verður komið áfram á forsvarsmenn Euro Connection sem taka lokaákvörðun um þau verkefni sem verða valin inn.