Um KMÍ
  • 24. apríl - 13. júní

Samstarf norrænna teiknimyndaframleiðanda á Annecy

13.-16. júní

Norrænir teiknimyndaframleiðendur hafa samstarf um að reka sérstakan bás á MIFA í Annecy 13.-16. júní 2023. Verkefnið er stutt af kvikmyndasjóðum allra Norðurlandanna ásamt Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Markaðurinn fer fram í Frakklandi, samhliða alþjóðlegu teiknimyndahátíðinni í Annecy þar sem sýndar verða yfir 200 teiknimyndir.

Íslenskir framleiðendur hafa möguleika á að nýta sér básinn til þess að kynna sig og verkefnin sín.

Einnig er möguleiki á að fá afslátt af þátttökugjöldum.

Áhugasamir hafið samband við Hauk Sigurjónsson haukur@gunhil.com sem situr í norræna framkvæmdahópnum.