SERIENCAMP: Pitching Events 2025
Umsóknarfrestur: 22. janúar 2025
Seriencamp-ráðstefnan, sem sérhæfir sig í sjónvarpsþáttaröðum, hefur opnað fyrir umsóknir um þátttöku í „Co-Production Pitch“ og „Writer's Vision Pitch“.
Þar gefst tækifæri til að kynna þáttaraðir fyrir framleiðendum, dreifingaraðilum, fjárfestum og mögulegum samstarfsaðilum.
Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2025. Tilkynnt verður um hvaða verkefni eru valin í byrjun maí. Ráðstefnan fer fram 2.-5. maí 2025 í Köln.
Frekari upplýsingar má finna á vef Seriencamp , eða með að hafa samband við projects@seriencamp.tv.