Um KMÍ
  • 28. september - 29. október

Stuttmyndakeppni Sólveigar Anspach

Umsóknarfrestur: 29. október

Markmið stuttmyndasamkeppni Sólveigar Anspach er að heiðra
stuttmyndir sem leikstýrt er af frönskum eða frönskumælandi / íslenskum eða íslenskumælandi konum, en um leið að styðja við frumlega kvikmyndagerð kvenna.

Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi:

  • að leikstjóri stuttmyndarinnar sé kona, með ríkisfang eða búsetu í frönskumælandi landi, eða sé íslensk eða búsett á Íslandi og hún hafi ekki haft framleiðslufyrirtæki á bak við sig í fleiri en þremur myndum.
  • að myndin sé að hámarki 20 mínútna löng, að meðtöldum kreditlistum. Öllum myndum, sem fara fram yfir þessi mörk, verður umyrðalaust hafnað.
  • að lokið hafi verið við myndina eftir 1. janúar 2021.
  • að myndin sé á frönsku eða íslensku.
  • að myndin sé með enskum texta.
  • að myndin hafi verið skráð til keppni fyrir 29. október 2022 kl. 23:00 UTC
  • að myndin sé á VIMEO formi eingöngu.


Sótt er um á vef franska sendiráðsins í Reykjavík.

Dómnefnin afhendir tvö verðlaun, ein fyrir bestu stuttmyndina á frönsku og ein fyrir bestu stuttmyndina á íslensku.

Stuttmyndirnar, sem dómnefnd velur, verða sýndar á sérstakri kvöldvöku í Reykjavík (á Íslandi) sem hluti af RIFF í september 2024 og í Clermont-Ferrand (í Frakklandi) sem hluti af stuttmyndahátíðinni Clermont-Ferrand.

Franska leikstýran, sem hlýtur verðlaunin, verður boðin til Íslands til þess að kynna mynd sína á RIFF hátíðinni í Reykjavík.

Íslenska leikstýran, sem hlýtur verðlaunin, verður boðin til Frakklands til þess að kynna mynd sína á stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand (ISFF).

Netfang:sashortfilms@af.is