Um KMÍ
  • 6. júní

TIFF Filmmaker Lab óskar eftir umsóknum

6. júní

TIFF Filmmaker Lab er vinnustofa sem haldin er ár hvert samhliða Toronto Film Festival í Kanada. Vinnustofan sem fer fram dagana 7. - 11. september 2022 leggur sérstaka áherslu á að gefa kvikmyndagerðarfólki tækifæri til að þróa skapandi þátt kvikmyndagerðar.

Ár hvert eru 10 kanadískir og 10 alþjóðlegir umsækjendur valdir til þátttöku úr stórum hópi umsækjanda til þess að taka þátt í 4 daga vinnustofu þar sem boðið er upp á leiðsögn frá virtu kvikmyndagerðarfólki til þróunar á verkefni.

Vinnustofan er ætluð kvikmyndagerðarfólki sem hefur gert að lágmarki 2 stuttmyndir og að hámarki eina kvikmynd í fullri lengd.

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn ásamt því hvernig skuli sækja um má finna hér. Umsóknarfrestur er til 6. júní.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto, Kanada, er ein fjölsóttasta hátíð heims en um hálf milljón gesta sækir hana að jafnaði í hverjum septembermánuði og um fimm þúsund manns úr alþjóðlegum kvikmyndaheimi.