
TIFF Writers' Studio óskar eftir umsóknum
19. desember
TIFF Writer's Studio er fimm daga vinnustofa á vegum Toronto International Film Festival fyrir handritshöfunda, sem hafa fengið verk eftir sig sýnt í kvikmyndahúsum eða í sjónvarpi.
Markmið vinnustofunnar er að þátttakendur fái tækifæri til að vaxa og eflast sem handritshöfundar í gegnum vinnusmiðjur og pallborðsumræður og fá þeir nána leiðsögn og ráðgjöf frá kanadískum og öðrum erlendum sérfræðingum á meðan henni stendur.
Vinnustofan fer fram í TIFF Bell Lightbox í Toronto, 20-24. mars 2023.
Umsóknarfrestur er til 19. desember.
Frekari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknarskilyrði má finna á vef TIFF .