Um KMÍ
  • 1. desember - 31. janúar

Torino Film Lab auglýsir vinnustofur og styrk

Torino Film Lab auglýsir námskeið sem fara fram árið 2023.

TFL Extended Audience Design - Berlín, febrúar 2023:

Snörp vinnustofa þar sem farið er yfir árangursríkar aðferðir til að ná til áhorfenda.

Frekari upplýsingar hér.

Umsóknarfrestur er til 19. desember.

FeatureLab - fer fram yfir árið 2023:

FeatureLab er fyrir leikstjóra og framleiðendur sem eru að vinna að sinni fyrstu eða annarri kvikmynd. Þau verkefni sem koma til greina eru leiknar myndir, heimildamyndir, tilraunamyndir og teiknimyndir sem eru komnar á seinni stig þróunar.

Frekari upplýsingar hér.

Umsóknarfrestur er til 16. janúar.

Green Film Lab Ireland - Dublin, mars 2024:

Umræður um sjálfbæra kvikmyndagerð sem fara fram yfir þrjá daga ásamt leiðbeinendum.

Frekari upplýsingar hér.

Umsóknarfrestur er til 20. janúar.

TFL Audience Design Fund:

Styrkur upp á 45.000 evrur 

Alþjóðlegar samframleiðslur á síðari stigum þróunar geta sótt um styrkinn (leiknar myndir, heimildamyndir, teiknimyndir, lengri en 60 mínútur).

Frekari upplýsingar hér.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar.