
Torino Film Lab: Next TV Series 2023
Umsóknarfrestur: 30. júní
Torino Film Lab óskar eftir umsóknum fyrir vinnustofu fyrir sjónvarpsefni í vinnslu.
Vinnustofan byggist á hugmyndavinnu, þar sem unnið verður með forsendur þáttaraðar, söguþráð og persónulýsingu. Hún fer fram á netinu í tveimur hlutum; sá fyrri dagana 11.-15. september 2023 og seinni vikuna 9.-13. október 2023.
20 verkefni verða valin á vinnustofuna og er umsóknarfrestur til 30. júní.
Allar frekari upplýsingar um skilyrði og skráningu má finna á vef Torino Film Lab.