Torino Film Lab óskar eftir umsóknum fyrir FeatureLab 2025
Umsóknarfrestur: 3. desember
Torino Film Lab – FeatureLab er fyrir leikstjóra og framleiðendur sem eru að vinna að sinni fyrstu eða annarri kvikmynd. Þau verkefni sem koma til greina eru leiknar myndir, heimildamyndir, tilraunamyndir og teiknimyndir sem eru komnar á seinni stig þróunar.
Vinnusmiðjan fer fram frá júní fram í nóvember 2025.
Frekari upplýsingar um FeatureLab má nálgast á vef Torino Film Lab.