Um KMÍ
  • 2. mars - 11. apríl

Eurimages auglýsir eftir samstarfi við kvikmyndahátíðir

Umsóknarfrestur: 11. apríl

Eurimages-sjóðurinn hefur um nokkurt skeið unnið með utanaðkomandi aðilum við afhendingu verðlauna á ýmsum sviðum kvikmyndagerðar og framleiðslu. 

Samstarfið er til þriggja ára í senn og óskar sjóðurinn eftir tillögum um kvikmyndaviðburði, hátíðir, markaði o.s.frv., sem geta verið í forsvari fyrir eða afhent verðlaun sem sjóðurinn veitir næstu þrjú árin, frá 2024 út 2026.

Stjórnendur kvikmyndaviðburða geta sent inn tillögur á vef Eurimages , þar sem ítarlegar upplýsingar má um þátttökuskilyrði er að finna. 

Frestur rennur út 11. apríl 2023.

Eurimages er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum.