Um KMÍ
  • 22. febrúar - 22. mars

Young Nordic Producers Club óskar eftir umsóknum

Umsóknarfrestur: 22. mar

Vinnustofan Young Nordic Producers Club verður haldin í 12. sinn 19. – 21. maí 2023 samhliða kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Vinnustofan er ætluð ungum framleiðendum frá Norðurlöndunum til þess að styrkja tengslanet og styðja við alþjóðlega samframleiðslu.

Vinnustofan hefur pláss fyrir allt að 24 framleiðendur frá Norðurlöndunum. Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að Young Nordic Producers Club og tekur þátt í ferðakostnaði þeirra sem komast inn. Þátttakendur sjá sjálfir um gistingu á meðan á vinnustofunni stendur.

Fyrir vinnustofunni standa Noemi Ferrer, stofnandi ráðgjafateymisins Yes & Noe, og Tina í Dali Wagner, stjórnandi Filmgreb og forstöðumaður færeysku kvikmyndastofnunarinnar.

Þátttökugjald er 175 € og umsóknarfrestur er til 22. mars.

Hér er hægt að lesa nánar um dagskrána og umsóknarferlið. Tengiliður vinnustofunnar er Tina í Dali Wagner, tina@filmgreb.dk, og berast umsóknir til hennar.