Um KMÍ
Á döfinni

6.3.2023

Á ferð með mömmu seld til Bretlands, Írlands og Póllands

Sýningarrétturinn á kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu, hefur verið seldur til Bretlands, Írlands og Póllands. Það er sölufyrirtækið Alief sem sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar.

Myndin verður frumsýnd á Bretlandseyjum á Glasgow Film Festival í dag, mánudaginn 6. mars. Þvínæst heldur hún til Norður-Ameríku þar sem hún verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cleveland síðar í mánuðinum.

Fyrir skemmstu var greint frá sölu myndarinnar til Prokino, til dreifingar á þýskumælandi landsvæðum, og Film Europe, til dreifingar í Tékklandi og Slóvakíu, og Film Stop, til dreifingar í Eistlandi.

Á ferð með mömmu var heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights Film Festival í Eistlandi í nóvember þar sem hún hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar .