Um KMÍ
Á döfinni

7.11.2023

Fár fær heiðursviðurkenningu á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Fár, eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter, hlaut heiðursviðurkenningu í flokki stuttmynda á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck.

Fjöldi íslenskra kvikmyndaverka var sýndur á hátíðinni í ár, sem lauk með verðlaunaathöfn 4. nóvember. Auk stuttmyndar Gunnar var til að mynda Tilverur, í leikstjórn Ninnu Pálmadóttur, sýnd í keppnisflokki kvikmynda. 

Þá var sjónvarpsþáttaröðin Heima er best, í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur, heimsfrumsýnd á hátíðinni. Uppselt var á fyrstu sýningu þáttanna og fengu þeir afar góðar viðtökur.

Sjá einnig: Fjölbreytt íslensk kvikmyndaverk á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Ljósmynd: Olaf Malzahn