Um KMÍ
Á döfinni
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson hlýtur verðlaun sem besti leikstjórinn á Kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu 2017.

28.6.2022

Guðmundur Arnar valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu

Berdreymi, nýjasta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar leikstjóra, nýtur nú um stundir mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Myndin var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór 17.-26. júní, og færði þar Guðmundi Arnari verðlaun sem besti leikstjórinn.

Þetta eru næst stærstu verðlaun hátíðarinnar og í niðurstöðu dómnefndar segir að Guðmundur fái þau fyrir að skapa í myndinni „trúverðugan, frumlegan og ljómandi heim.“

Guðmundur hlaut sömu verðlaun árið 2017, þá fyrir kvikmyndina Hjartastein, og hlaut myndin sömuleiðis áhorfendaverðlaun það árið.

Það er skammt stórra högga á milli, en Berdreymi vann nýlega til þrennra verðlauna á þremur ólíkum kvikmyndahátíðum, í Mexíkó, Slóveníu og á Ítalíu.