Um KMÍ
Á döfinni

29.12.2022

My Year of Dicks og Hold it Together á Clermont-Ferrand

Stuttmyndirnar Hold it Together, eftir Fan Sissoko, og My Year of Dicks, í leikstjórn Söru Gunnarsdóttur, verða sýndar á hinni virtu stuttmyndahátíð Clermont-Ferrand, sem fer fram 27. janúar - 4. febrúar í Frakklandi.

My Year of Dicks tekur þátt í alþjóðlegri keppni hátíðarinnar. Myndin byggist á endurminningabók Pamelu Ribon og fjallar á hispurslausan hátt um stúlku sem einsetur sér að missa meydóminn.

Hold it Together tekur þátt í Euro Connection hluta hátíðarinnar, sem er samframleiðsluvettvangur þar sem þátttakendum býðst tækifæri til að kynna verkefni sín og mynda tengsl við framleiðendur og fagaðila í Evrópu.

Í Hold it Together kynnumst við Neemu, ungum innflytjanda á Íslandi, sem upplifir röð óvæntra umbreytinga í vikulegum ferðum sínum í sundlaugina. Fyrri stuttmynd Fan Sissoko, On the Surface, var sýnd á Clermont-Ferrand 2022 og hlaut hún sérstaka viðurkenningu dómnefndar í alþjóðlegri keppni hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar um Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðina og þær stuttmyndir sem taka munu þátt í alþjóðlegri keppni hennar má finna á vef hátíðarinnar.