Um KMÍ
Á döfinni

19.7.2017

Íslenskur kvikmyndafókus á Motovun Film Festival

Motovun Film Festival fer nú fram í 20. skiptið í bænum Motovun í Króatíu dagana 25.-29. júlí. Ísland var valið sem samstarfsland hátíðarinnar í ár sem sýnir 10 íslenskar myndir á sérstökum íslenskum kvikmyndafókus. 

Fókusinn, sem er í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofu ber heitið Iceland: Small Country for Great Films.
Fjölbreytt úrval íslenskra mynda verður til sýningar á fókusnum og hefur hátíðin sérstaklega valið myndir sem hún telur að veiti góða innsýn í íslenska kvikmyndamenningu. Bæði er um að ræða nýlegar kvikmyndir, heimildamyndir og eldri myndir sem hafa notið velgengni hér heima. 

Meðal gesta á kvikmyndafókusnum verða Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri myndanna Skytturnar og Rokk í Reykjavík, Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndanna Þrestir og Eldfjall. Ingvar E. Sigurðsson sem leikur bæði í Þrestir og Hross í oss verður einnig gestur hátíðarinnar. 

Kvikmynd Guðmunar Arnar Guðmundssonar, Hjartasteinn, mun síðan keppa til aðalverðlauna hátíðarinnar sem nefnast Propeller of Motovun.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér og kynningarefni um kvikmyndafókusinn má finna hér.