Um KMÍ
Á döfinni

23.12.2022

Mannvirki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam

Heimildamynd Gústavs Geirs Bollasonar, Mannvirki , hefur verið valin í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátarinnar í Rotterdam (IFFR).

Myndin er sýnd í Tiger-keppnisflokki hátíðarinnar, þar sem áhersla er lögð á nýstárleg verk rísandi kvikmyndagerðarfólks. 

https://www.youtube.com/watch?v=DMJ8-51ZRKY

Verðlaunaféð er 40.000 evrur, sem er skipt milli leikstjóra og framleiðanda. Einnig eru veitt tvenn dómnefndarverðlaun, sem nema 10.000 evrum hvor. Í dómnefnd sitja Sabrina Baracetti, Lav Diaz, Anisia Uzeyman, Christine Vachon og Alonso Díaz de la Vega.

IFFR stendur yfir frá 25. janúar til 5. febrúar 2023.