Um KMÍ
Á döfinni

6.12.2024

Mannvirki sýnd á heimildamyndahátíð í Clermont-Ferrand

Heimildamynd Gústavs Geirs Bollasonar, Mannvirki, hefur verið sýnd á fjölda hátíða síðan hún var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdarm í upphafi árs 2023 , þar sem hún keppti um Tiger-verðlaunin.

Árið 2023 var hún sýnd á IndieLisboa International Film Festival í Portúgal, TIFF Transilvania International Film Festival, Filmadrid Festival Internacional de Cine á Spáni, New Horizons-kvikmyndahátíðinni í Póllandi, Black Canvas Festival í Mexíkó, Festival du Nouveau Cinéma í Montréal í Kanada og Thessaloniki International Film Festival í Grikklandi.

Auk Tiger-verðlaunanna hefur Mannvirki verið tilnefnd til Smart7-, Estado del Mundo- og Nouveaux alchimistes-verðlaunanna. Árið 2024 hefur hún verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Brasilíu og Perú. Næsta stopp er heimildamyndahátíðin Trace de Vies festival de cinéma documentaire sem fer fram í Clermont-Ferrand í Frakklandi.

Fjallað hefur verið lofsamlega um Mannvirki í erlendum miðlum, svo sem Screen Anarchy, þar sem henni er lýst sem djúpþennkjandi heimildamynd sem vekur upp áleitnar spurningar hjá áhorfendum. Einnig var fjallað um hana á vef Cineuropa eftir frumsýningu í Rotterdam. Þá hefur hún einnig fengið jákvæða umfjöllun í spænskum og frönskum miðlum, svo sem Caiman , SFF Magazine og Panorama Cinema.