Um KMÍ
Á döfinni

21.6.2024

Rúnar Rúnarsson ferðast um heiminn með kvikmyndina Ljósbrot – hlýtur verðlaun í Normandí

Á dögunum tók kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, þátt í Cabourg Film festival – Romantic Days í Normandí í Frakklandi, þar sem hún hlaut fyrstu verðlaun í flokknum Prix du Jury Jeunesse.

Rúnar verður á ferð og flugi í sumar til að fylgja myndinni eftir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Nýverið var tilkynnt að Ljósbrot hafi verið valin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary í Tékklandi, þar sem hún verður sýnd 30. júní.

Myndin verður einnig sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Munchen, sem fer fram 28. júní - 7. júlí, og verður Rúnar viðstaddur sýningar á henni þar. Myndin tekur svo þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Nýja-Sjálandi síðar í sumar.

Ljosbrot7

Ferðalag Ljósbrots hófst í Cannes í vor, þar sem hún opnaði Un Certain Regard flokk hátíðarinnar við góðar viðtökur.

Sjá einnig: Ljósbrot valin á kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary