Um KMÍ
Á döfinni

27.5.2022

Hundurinn Jökull verðlaunaður í Cannes

Íslenski hundurinn Jökull hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun á Palm Dog Awards fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Volaða land, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vikunni

Anton Máni Svansson og Katrin Pors, framleiðendur myndarinnar tóku á móti verðlaununum.

Jökull er vel að viðurkenningunni kominn og  frammistaða hans í myndinni hefur vakið verðskuldaða athygli .


Þetta er í 21. sinn sem verðlaunaathöfnin Palm Dog fer fram í Cannes. Tíkin Panda, sem fór með hlutverk í Dýrinu í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, hlaut sömu verðlaun í fyrra.