Um KMÍ
Á döfinni

2.7.2024

Stuttmynd Nikulásar Tuma sýnd á Karlovy Vary

Stuttmynd Nikulásar Tuma Hlynssonar, Blue Boy, tekur þátt í stuttmyndakeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary í Tékklandi, sem fer fram 28. júní - 6. júlí.

Myndin segir frá ungum húsamálara sem verður að peði í valdatafli heillandi pars sem nýtir hann til að endurvekja ástina.

Blue-boy

Nikulás Tumi stundar nám við FAMU-kvikmyndaskólann í Prag. Stuttmynd hans og Egils Gauta Sigurjónssonar, Spagettí, hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Stockfish-hátíðinni 2021. Blue Boy er fyrsta árs verkefni Nikulásar við FAMU.

Sjá einnig: Ljósbrot valin á kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary